Therese Johaug ófrísk: Betra en öll gullin sem ég hef unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 12:30 Therese Johaug fagnar með Ólympíugullið sitt á verðlaunapalli á ÓL í Peking í fyrra. Getty/Lintao Zhang/ Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er ein sú besta í sögunni en nú hefur hún tilefni til að fagna utan íþróttarinnar. Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Sjá meira
Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Sjá meira