Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. janúar 2023 15:30 Bill Browder er vel þekktur bandarískur kaupsýslumaður. Drew Angerer/Getty Images Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus. Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus.
Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41