Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2023 11:53 Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho. Lögregla í Pennsylvaníu DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44