Hótaði að mæta aldrei aftur á HM og eyddi svo Instagramminu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2023 12:01 Gerwyn Price með eyrnaskjólin. getty/Pieter Verbeek Eftir tapið fyrir Gabriel Clemens í átta manna úrslitum á HM í pílukasti hótaði Gerwyn Price að mæta aldrei aftur á mótið. Price vann fyrsta settið í viðureigninni gegn Clemens en eftir það hallaði undan fæti hjá Walesverjanum. Hann tapaði næstu þremur settum og mætti svo með heyrnartól í fimmta settið til að reyna að útiloka hávaðann í salnum. Fjölmargir Þjóðverjar voru mættir í Alexandra höllina í London og Price lét þá fara í taugarnar á sér. Þetta útspil Price virkaði ekki. Hann tapaði fimmta settinu, svo því sjötta og viðureigninni, 5-1. Möguleikar hans á því að vinna heimsmeistaratitilinn í annað sinn voru því úr sögunni. Price var greinilega frekar tapsár og setti inn færslu á Instagram þar sem hann hótaði því að mæta aldrei aftur á HM. „Svo pirrandi að spila allt árið og undirbúa sig fyrir þetta eina mót. Svo svekktur að mér var ekki leyft að spila en ég óska þeim sem eftir eru í keppninni velfernaðar. Ekki viss um að ég muni nokkurn tímann spila aftur á þessu móti,“ skrifaði Price á Instagram. Gerwyn Price gives his immediate reaction on Instagram #WorldDartsChampionship pic.twitter.com/wYRaojP1Ls— Live Darts (@livedarts) January 1, 2023 Hann eyddi síðan Instagramminu sínu og óvíst er hvort hann standi við stóru orðin og mæti aldrei aftur á HM sem er hápunktur hvers árs í pílukastinu. Pílukast Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Price vann fyrsta settið í viðureigninni gegn Clemens en eftir það hallaði undan fæti hjá Walesverjanum. Hann tapaði næstu þremur settum og mætti svo með heyrnartól í fimmta settið til að reyna að útiloka hávaðann í salnum. Fjölmargir Þjóðverjar voru mættir í Alexandra höllina í London og Price lét þá fara í taugarnar á sér. Þetta útspil Price virkaði ekki. Hann tapaði fimmta settinu, svo því sjötta og viðureigninni, 5-1. Möguleikar hans á því að vinna heimsmeistaratitilinn í annað sinn voru því úr sögunni. Price var greinilega frekar tapsár og setti inn færslu á Instagram þar sem hann hótaði því að mæta aldrei aftur á HM. „Svo pirrandi að spila allt árið og undirbúa sig fyrir þetta eina mót. Svo svekktur að mér var ekki leyft að spila en ég óska þeim sem eftir eru í keppninni velfernaðar. Ekki viss um að ég muni nokkurn tímann spila aftur á þessu móti,“ skrifaði Price á Instagram. Gerwyn Price gives his immediate reaction on Instagram #WorldDartsChampionship pic.twitter.com/wYRaojP1Ls— Live Darts (@livedarts) January 1, 2023 Hann eyddi síðan Instagramminu sínu og óvíst er hvort hann standi við stóru orðin og mæti aldrei aftur á HM sem er hápunktur hvers árs í pílukastinu.
Pílukast Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira