Menning

Matador-höfundurinn Lise Nørga­ard látin

Atli Ísleifsson skrifar
Lise Nørgaard var einn af risunum í dönsku menningarlífi. Myndin er frá árinu 2010.
Lise Nørgaard var einn af risunum í dönsku menningarlífi. Myndin er frá árinu 2010. Wikipedia/Mogens Engelund

Danski blaðamaðurinn, ritstjórinn og rithöfundurinn Lise Nørgaard, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa verið höfundur Matador-þáttanna, er látin. Hún lést í gær, 105 ára að aldri.

Nørgaard starfaði lengi sem blaðamaður og ritstjóri á tímaritum, dagblöðum og vikublöðum og gaf út bækur á borð við Kun en pige og De sendte en dame.

Hún er þó líklega þekktust fyrir að hafa verið konan á bakvið hina geysivinsælu Matador-þætti sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu.

Í Matador, sem er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur í sögu dansks sjónvarps, mátti fylgjast með ástum og örlögum fólks í smábænum Korsbæk á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.

Lise Nørgaard fæddist í Hróarskeldu árið 1917. Hún giftist tvisvar og eignaðist fjögur börn.

Í frétt DR segir að útför hennar verði gerð frá Kirkju heilags Páls í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.