Veður

„Slapp vel til“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Af útsýni frá fréttastofu er ekki að sjá að gul viðvörun sé í gildi.
Af útsýni frá fréttastofu er ekki að sjá að gul viðvörun sé í gildi. vísir/ólafur

Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs. 

„Slapp vel til,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook. „Skilabakkinn í vestri trosnaði heldur upp áður en hann náði landi og mun minna varð úr snjókomu. Meira að segja svo að hún varð nánast ekki nein.“

Upphaflega var appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan þrjú í dag. Veðrið hefur hins vegar verið hið bærilegasta á höfuðborgarsvæði og var appelsínugul viðvörun tekin úr gildi klukkan 10. Þjóðvegi var lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs í dag vegna veðurs.

„Það hafa allavega verið nægilega dimm él til þess að loka þurfi veginum. Það hefur hins vegar ekki mikið mælst hjá okkur núna,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Hann segir útlit fyrir hæga vinda í kvöld en að það hvessi upp úr miðnætti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×