„Ég ætla ekkert að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 20:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var frábær á EM síðasta sumar en missti af leikjum Íslands í undankeppni HM vegna meiðslanna sem eru að hrjá hana. Alex Pantling/Getty Images Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig. „Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira