„Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2022 22:28 Snjó hefur kyngt niður á svæðinu. vísir Óvenjumiklum snjó hefur kyngt niður á Eyrarbakka síðustu daga, íbúum til mismikillar ánægju. Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Árborg Veður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“
Árborg Veður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira