Fyrrum Eyjastelpan Lacasse eftirsótt af stærstu liðum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 19:00 Cloé Lacasse fagnar einu af mörkum sínum í Meistaradeild Evrópu. Twitter@DAZNFootball Cloé Lacasse lék með ÍBV í efstu deild kvenna í fótbolta frá 2015 til 2019. Hún spilar nú með Benfica í Portúgal en það stefnir í að hún færi sig um set á nýju ári. Hún er orðuð við nokkur af stærstu liðum álfunnar. Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira