Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur eðlilegt að umræða verði innan ríkisstjórnar og á Alþingi um aukinn vopnaburð lögreglu. vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira