Jólagóðverk á Akureyri: „Ég opnaði bréfið við kassann og fór strax að gráta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. desember 2022 13:07 Hér má sjá Katrínu Sylvíu með bréfið góða og peningseðilinn. Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net „Þetta var svo ótrúlega fallegt. Ég er bara 18 ára og var svakalega brugðið,“ segir Katrín Sylvía Brynjarsdóttir starfsmaður Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning, frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún þekkir ekki neitt en hefur þó oft afgreitt. Þessi hugljúfa saga af jólagóðverki birtist á dögunum á vef Akureyri.net. Katrín Sylvía var að afgreiða konu á kassanum í Bónus og þegar konan hafði lokið við að ganga frá vörunum rétti hún Katrínu Sylvíu umslag og hélt svo sína leið. Katrín Sylvía segist hreinlega hafa farið að gráta við afgreiðslukassann þegar hún opnaði umslagið og sá hvað leyndist í því. „Í umslaginu var ótrúlega fallegt bréf, þar sem hún hrósaði mér mikið, og 10 þúsund króna seðill!“ Í bréfinu þakkaði konan Katrínu Sylvíu fyrir allt sem hún hefði gert á árinu til að gera heiminn og umhverfið í kringum sig betra. Þar stóð meðal annars: „Ég skynja að þú hefur gert margt sem snertir aðra á jákvæðan hátt. Mun meira en þú gerir þér grein fyrir.“ Katrín Sylvía segist hafa fundið út nafn konunnar í kjölfarið og hringt í hana. Þá kom í ljós að Katrín Sylvía var ekki eini kassastarfsmaðurinn á Akureyri sem hafði fengið umslag frá hinni gjafmildu konu, heldur var hún sú fimmta í röðinni. „Konan sagði að ég væri besti kassastarfsmaður sem hún hefði hitt og ég ætti þetta skilið. Hún hrósaði mér svo mikið, sagði að kúnnarnir skiptu mig greinilega öllu máli og það er alveg rétt hjá henni; mér finnst skipta öllu máli að koma vel fram við viðskiptavinina.“ Jól Akureyri Góðverk Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þessi hugljúfa saga af jólagóðverki birtist á dögunum á vef Akureyri.net. Katrín Sylvía var að afgreiða konu á kassanum í Bónus og þegar konan hafði lokið við að ganga frá vörunum rétti hún Katrínu Sylvíu umslag og hélt svo sína leið. Katrín Sylvía segist hreinlega hafa farið að gráta við afgreiðslukassann þegar hún opnaði umslagið og sá hvað leyndist í því. „Í umslaginu var ótrúlega fallegt bréf, þar sem hún hrósaði mér mikið, og 10 þúsund króna seðill!“ Í bréfinu þakkaði konan Katrínu Sylvíu fyrir allt sem hún hefði gert á árinu til að gera heiminn og umhverfið í kringum sig betra. Þar stóð meðal annars: „Ég skynja að þú hefur gert margt sem snertir aðra á jákvæðan hátt. Mun meira en þú gerir þér grein fyrir.“ Katrín Sylvía segist hafa fundið út nafn konunnar í kjölfarið og hringt í hana. Þá kom í ljós að Katrín Sylvía var ekki eini kassastarfsmaðurinn á Akureyri sem hafði fengið umslag frá hinni gjafmildu konu, heldur var hún sú fimmta í röðinni. „Konan sagði að ég væri besti kassastarfsmaður sem hún hefði hitt og ég ætti þetta skilið. Hún hrósaði mér svo mikið, sagði að kúnnarnir skiptu mig greinilega öllu máli og það er alveg rétt hjá henni; mér finnst skipta öllu máli að koma vel fram við viðskiptavinina.“
Jól Akureyri Góðverk Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira