Íþróttaárið 2022 bauð auðvitað upp á bæði stóra sigra og sár töp þar sem gamlar og nýjar hetjur slógu í gegn og fengu að upplifa drauma sína.
Íþróttaársins 2022 verður þó líklega alltaf minnst sem ársins þar sem Lionel Messi komst loksins á toppinn fjallsins og ársins sem við misstum Pele aðeins nokkrum vikum síðar.
Messi varð heimsmeistari í fótbolta í jólamánuðinum og gerði gott betur því hann átti frábært heimsmeistaramót sem fór fram í Katar og heppnaðist afar vel þrátt fyrir mikla óánægju með staðsetningu og tímasetninguna á miðju tímabili.
Þetta var líka ár þar sem Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Peking í Kína og Evrópumeistaramót kvenna var haldið í Englandi þar sem fótboltinn fékk loksins að fara heim. Það voru auðvitað ensku stelpurnar sem kláruðu það enda flestir Englendingar búnir að fá nóg að bíða eftir körlunum.
Það er líka að nægu að taka þegar kemur að öðrum íþróttum enda unnust mörg flott og söguleg íþróttaafrek á þessu viðburðaríka ári.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar valdar myndir af erlendum íþróttavettvangi frá ljósmyndurum Getty myndabankans.