Adriano raðaði inn mörkum fyrir Parma og Inter á Ítalíu, auk brasilíska landsliðsins, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar en á örfáum árum fór hann úr því að vera á meðal mest spennandi framherja heims í að vera ónothæfur framherji í yfirþyngd í heimalandinu.
' Adriano gave up millions to go home.
— Players' Tribune Football (@TPTFootball) December 29, 2022
Yes, maybe I gave up millions.
But what price would you put on your soul?
How much money would you pay to get back your essence?'
Adriano pic.twitter.com/MidksZLEcO
Hann skrifar grein á Players Tribune hvar hann svarar fjölmörgum meintum ósannindum sem komu fram í fjölmiðlum á þeim tíma sem fjaraði undan ferli hans. Adriano yfirgaf Inter árið 2008 og gekk í raðir Sao Paulo í heimalandinu. Honum gekk nokkuð vel þar, sem og hjá uppeldisfélaginu Flamengo í Brasilíu, þar sem hann raðaði einnig inn mörkum 27 ára gamall árið 2009, en eftir stutt stopp þar lék hann alls ellefu deildarleiki á ferli sem endaði snemma.
Föðurmissir hafði þar mikið að segja en Adriano kveðst hafa þurft að yfirgefa Ítalíu vegna vanlíðanar. Við þá brottför og snemmbúinn endi ferils varð hann af milljónum í tekjur.
„Já, kannski gaf ég frá mér milljónir. En hvaða verðmiða myndir þú setja á sál þín? Hversu mikið myndir þú greiða til að endurheimta sjálf þitt?“ segir Adriano í langri greininni.
„Ég kom frá engu. Ég var bara krakki sem vildi spila fótbolta og svo fá sér drykk með félögunum,“
Adriano var hluti af liði Inter sem vann ítalska meistaratitilinn fjögur ár í röð, frá 2006 til 2009. Hann vann brasilísku deildina með Flamengo árið 2009 og með Corinthians árið 2011 en spilaði aðeins fjóra leiki með síðarnefnda liðinu.
Hann skoraði 27 mörk í 48 landsleikjum fyrir Brasilíu milli 2000 og 2010.