Erlent

Íhuga að skima úrgangsvatn úr vélum frá Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ferðamaður gengur framhjá sýnatökustað á flugvelli í Suður Kóreu í gær, en þar eru ferðamenn frá Kína nú skildaðir til að undirgangast próf. 
Ferðamaður gengur framhjá sýnatökustað á flugvelli í Suður Kóreu í gær, en þar eru ferðamenn frá Kína nú skildaðir til að undirgangast próf.  Ryu Young-suk/Yonhap via AP

Bandarísk yfirvöld eru nú að íhuga að láta rannsaka úrgangsvatn í farþegaþotum sem koma frá Kína til að reyna að finna og greina ný möguleg afbrigði kórónuveirunnar.

Frá þessu er greint í Guardian í morgun þar sem segir að mikil uppsveifla sé nú í faraldrinum í Kína telja sérfræðingar að allt að 9000 manns séu að láta lífið af völdum sjúkdómsins á degi hverjum þar í landi. Bandaríkin eru á meðal þeirra landa sem hafa ákveðið að krefjast kórónuveiruprófs af ferðamönnum frá Kína. Önnur lönd sem hafa tekið þessa ákvörðun eru meðal annars Ítalía, Japan, Tævan og Indland.

Yfirvöld í Ástralíu og Bretlandi hafa hinsvegar lýst því yfir að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða komu kínverskra ferðamanna til landsins. 

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að engin ákvörðun hafi verið tekin um að fara að dæmi Bandaríkjamanna en að málin væru í stanslausri skoun.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf

Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×