Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 06:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst greiða fyrir rafvopnaburði lögreglu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira