Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.
Bak við tjöldin: Hrakfarir og hlátursköst

Fréttamenn að mismæla sig, viðmælendur í hláturskasti, spaugilegar hrakfarir og fyndnar aðstæður. Við skyggnumst á bak við tjöldin í síðasta annál þessa árs.
Tengdar fréttir

Afslaufanir á slaufanir ofan
Undanfarin tvö ár hefur kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verið ofarlega í umræðunni. Ýmsum nafntoguðum mönnum hefur verið slaufað en aðrir snúið aftur eftir slaufunarfrí. Árinu var hrundið af stað með uppljóstrun á miklu hneikslismáli sem átti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér.

Óborganlegustu mistök ársins
Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík.

Metfjöldi rauðra viðvarana aðeins forsmekkur af framtíðinni
Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir vegna veðurs verið gefnar út hér á landi en í ár og þær appelsínugulu eru um þrefalt fleiri en í fyrra.

Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár
Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu.

Ár alvarlegra líkamsárása og upplýsingaóreiðu hjá lögreglunni
Mikil aukning hefur orðið í alvarlegum ofbeldisbrotum hér á landi frá síðustu árum. Lögreglan segir almenning tilbúnari til að grípa í og beita hættulegum vopnum. Hún hefur þá sjaldan staðið í jafn ströngu og á liðnu ári. Við skulum líta yfir farinn veg.