Prísar sig sæla að hafa ekki fundið ástina í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 12:21 Vigdís Finnbogadóttir vildi lítið ræða ástina í viðtalinu við Heimi Má Pétursson. Vísir/Ívar Fannar Vigdís Finnbogadóttir forseti segir að þrátt fyrir ánægjulega dvöl í Frakklandi á háskólaárunum hafi hún aldrei orðið skotin í frönskum karlmanni. Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“ Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“
Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44
Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein