Enski boltinn

Guardiola kemur „kynæsandi“ Kalvin til varnar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kalvin Phillips hlær að söngvum stuðningsmanna Leeds.
Kalvin Phillips hlær að söngvum stuðningsmanna Leeds. Stu Forster/Getty Images

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir orðræðu breskra fjölmiðla um að Kalvin Phillips, miðjumaður liðsins, sé ekki í standi.

Breskum fjölmiðlum var tíðrætt um það í vikunni að Phillips hefði komið of þungur heim af HM í Katar. Hann var á varamannabekk City er það mætti Leeds United í gær og kom ekki við sögu.

Phillips var þar að snúa aftur á Elland Road eftir skipti sín frá Leeds til City í sumar. Hann lék 214 deildarleiki fyrir liðið á árunum 2014 til 2022 og átti stóran þátt í því að liðið komst upp í úrvalsdeildina árið 2020.

Í ljósi umræðunnar gerðu stuðningsmenn Leeds í stúkunni góðlátlegt grín að Phillips þegar hann hitaði upp og sungu: „Þú ert of feitur til að spila fyrir Leeds“.

Phillips brást vel við og blés upp kinnarnar í átt að þeim í stúkunni, áður en hann brosti og klappaði. Leedsarar kunnu að meta viðbrögðin og kyrjuðu „Yorkshire Pirlo“ til Phillips. Með því er átt við að Phillips sé Andrea Pirlo Jórvíkurskíris.

Josep Guardiola, þjálfari Manchester City, var spurður út í þyngd Phillips eftir 3-1 sigur City í leiknum. Hann gerði ekki síður grín að umræðunni.

„Hann er með fullkominn líkama, svo kynæsandi,“ sagði Guardiola um Phillips.


Tengdar fréttir

Haaland slátraði rúmlega 20 ára gömlu meti

Erling Haaland skoraði tvö marka Manchester City í öruggum 3-1 sigri á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann setti þar með met í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×