LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni.
Tengdar fréttir
Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi
Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun.