Innherji

LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech. Hlutabréfaverð félagsins hefur rokið upp eftir að það tilkynnti að helsta lyf þess væri að færast nær því að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum en markaðsvirði Alvotech stendur nú í um 420 milljörðum króna.
Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech. Hlutabréfaverð félagsins hefur rokið upp eftir að það tilkynnti að helsta lyf þess væri að færast nær því að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum en markaðsvirði Alvotech stendur nú í um 420 milljörðum króna.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×