Met slegið í komu flóttafólks í desember Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 14:27 Gylfi Þór segir að þessi mikli fjöldi flóttafólks sem komið hefur til landsins nú í desembermánuði hafi komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. vísir/vilhelm Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira