Sigrar og sorg í sportinu á árinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2022 10:00 Það skiptist á skin og skúrum í sportinu líkt og á öðrum sviðum. Vísir/Samsett Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira
Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira