Man United vildi Gakpo síðasta sumar en hefur ekki efni á honum nú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 16:17 Cody Gakpo var frábær á HM og er nú á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. Þó ekki til Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vildi festa kaup á Coady Gakpo, nýjasta leikmanni Liverpool, síðasta sumar en félagið náði ekki að ganga frá kaupunum þar sem brasilíski vængmaðurinn Antony kostaði meira en áætlað var. Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira