Veður

Snjó­koma austan­til og hríðar­veður

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram er kalt á landinu en frost verður víðast hvar á bilinu tvö til tólf stig.
Áfram er kalt á landinu en frost verður víðast hvar á bilinu tvö til tólf stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði snjókoma austantil og því hríðarveður þar í dag.

Él norðanlands, en annars bjart með köflum.

Áfram er kalt á landinu en frost verður víðast hvar á bilinu tvö til tólf stig, en allt að fimmtán stiga frost verður í uppsveitum Suðurlands.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag: Norðlæg átt 5-10 m/s, en 10-15 með suðaustur- og austurströndinni. Snjókoma austast, annar víða él en bjart að mestu sunnan heiða. Frost 6 til 12 stig.

Á laugardag (gamlársdagur): Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast vestast. Víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla norðaustantil. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum norðan- og austanlands.

Á sunnudag (nýársdagur): Vestlæg eða breytleg átt, él og talsvert frost.

Á mánudag: Suðlæg átt, bjartviðri og frost. Byrjar að snjóa og draga úr frosti sunnantil um kvöldið.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðlæga átt með úrkomu og minnkandi frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×