Davies hefur vakið mikla athygli undanfarin ár með frammistöðu sinni hjá þýska stórliðinu og er af mörgum talinn einn besti bakvörður heims.
Davies er samningsbundinn Bayern til ársins 2025, en Madrídingar eru sagðir vilja fá leikmanninn í sínar raðir á næstu 18 mánuðum. Real Madrid er sagt vilja byggja til framtíðar og að félagið sjái Davies fyrir sér sem byrjunarliðsmann næstu ár.
Ólíklegt er að Bayern muni vilja leyfa leimanninum að fara áður en samningur hans rennur út, og hvað þá að félagið sé tilbúið að selja hann ódýrt. Madrídingar eru því sagðir ætla að reyna að kaupa Davies sumarið 2024, ári áður en samningur hans rennur út, til að eiga möguleika á því að fá hans eins ódýrt og mögulegt er.
Real Madrid 'plotting move for Bayern Munich star Alphonso Davies' https://t.co/Agv5a7rOvO
— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2022
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies verið mikilvægur hlekkur í liði Bayern í um þrjú ár. Hann hefur leikið 92 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim fimm mörk.
Þá á hann einnig að baki 37 leiki fyrir kanadíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 13 mörk og er aðeins einu marki frá því að verða tíundi markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.