Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf upp á 100 þúsund, frídagar og matarpakkar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. desember 2022 16:00 Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. Vísir/Getty Það kenndi ýmissa grasa í jólagjöfum íslenskra fyrirtækja þetta árið. Gjafabréf eru ávallt vinsæl og þá hefur færst í aukana að fyrirtæki bjóði starfsfólki þann valkost að gefa andvirði gjafar til góðgerðamála. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana nú í ár. Starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu Visa gjafakort með inneign upp á 10 þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn Akureyrarbæjar 12.500 króna gjafabréf frá Niceair. Seltjarnarnesbær hefur farið þá leið undanfarin ár og þannig var það líka núna að bjóða starfsfólki að velja á milli nokkurra ólíkra kosta. Þetta árið gátu starfsmenn valið á milli gjafakorta hjá: 66° Norður, Óskaskrín og á veitingastöðunum Ráðagerði og Rauða Ljóninu á Seltjarnarnesi. Seltjarnarbær greiðir 15.000 kr. fyrir hvert gjafabréf en virði þeirra er hins vegar meira fyrir starfsmennina. Starfsmenn Garðabæjar fengu tvo frídaga og inneignarkort hjá Arionbanka. Gjafabréf frá 66° Norður vinsæl Þá gat starfsfólk Landspítalans valið á milli sex rafrænna gjafabréfa: frá Kjötkompaní, Hvammsvík, Rauða Krossinum, LÍN Design eða Brauð & Co. Jólagjöf Seðlabanka Íslands til starfsmanna í ár var úttekt í gegnum gjafakortið YAY fyrir 25 þúsund krónur. Auk þess keypti bankinn súkkulaði fyrir kr. 3.900 á mann af félagasamtökum sem styrkja með því Umhyggju til að bæta hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þá fékk starfsfólk Veðurstofu Íslands 20 þúsund króna inneign í 66° Norður og starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu hleðslubanka frá Álfagulli og fallegar servíettur. Flugfélögin gerðu einnig vel við sitt starfsfólk. Icelandair gaf starfsfólki 25.000 króna gjafakort í Kringluna og sápu frá Urð á meðan starfsmenn Play fengu ferðatösku og gjafabréf frá 66° Norður. Þá fengu starfsmenn Íslandsbanka 60 þúsund króna gjafabréf í Smáralind og tvo frídaga að auki. Starfsfólk Kviku banka fékk peningagjöf upp á 75 þúsund krónur og einn frídag. Starfsmenn Torgs fjölmiðlasamsteypunnar fengu 25 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Þá fengu starfsmenn Marel 50 þúsund króna inneign, einnig hjá Kringlunni, og tvo frídaga milli jóla og nýárs. Samherji hefur í gegnum tíðina gefið nokkuð veglegar jólagjafir. Gjöfin í ár er vegleg matarkarfa, sem inniheldur kjöt, fisk og vel valin önnur matvæli ásamt öðru góðgæti. Starfsfólk Eimskip fékk 40 þúsund króna Visa gjafakort og viskustykki. Starfsmenn Símans fengu 75 þúsund króna inneign sem nýta má annað hvort hjá Play eða S4S. Eins og undanfarin ár gefur Landsvirkjun starfsfólki sínu val um jólagjafir, sem eru allar að sama verðmæti. Í ár var hægt að velja um gistingu á hóteli, gjafakort í sérverslun fyrir útivistarfólk eða gjafakort í Smáralind. Verðmæti gjafakortanna er 40 þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn Össurar fengu 40 þúsund króna inneign í Kringluna og þar að auki tvo bíómiða og frí fyrir deildina þann 30.desember næstkomandi. Hjá Alcoa fjarðarál fengu starfsmenn veglegan matarpakka með ýmsu góðgæti. 100 þúsund króna Visa gjafakort Starfsfólk OR samstæðunnar gat valið um jólagjafir frá nokkrum fyrirtækjum að verðmæti 15 þúsund krónur. Hjá Advania stóð valið á milli gjafabréfs hjá S4S, Fiskfélagsins, Laugarspa og góðgerðarmála. Að auki fengu allir einn frídag um hátíðirnar. Starfsfólk Gleðipinna fékk unisex vatnshelda snyrtitösku frá 66° Norður og Quality Street dós. Þá fengu starfsmenn Mannvits Visa gjafakort með inneign upp á 100 þúsund krónur. Starfsmenn Motul fengu 100 þúsund króna gjafabréf á Glerártorgi og þá fengu starfsmenn Wise lausna fengu 40 þúsund króna gjafabréf, Nespresso kaffi og einn frídag. Þá fengu starfsmenn Attentus mannauðsráðgjafastofu gjafabréf frá íslenska hönnunarfyrirtækinu As we grow. Freyja gaf starfsmönnum sínum 20 þúsund króna bankakort og út að borða á Grand Hótel. Starfsfólk Joroma, hugbúnaðarhúss, fékk 30 þúsund króna Vísa inneignarkort, gjafaöskju frá Hugleiki Dagssyni og einn frídag. Þá fengu starfsmenn stefnumótaforritisins Smitten 65 þúsund króna bankakort. Starfsmenn á hjúkrunar- og öldrunarhemilinu Grund fengu 22 þúsund króna gjafabréf í 66°Norður. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Jól Neytendur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu Visa gjafakort með inneign upp á 10 þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn Akureyrarbæjar 12.500 króna gjafabréf frá Niceair. Seltjarnarnesbær hefur farið þá leið undanfarin ár og þannig var það líka núna að bjóða starfsfólki að velja á milli nokkurra ólíkra kosta. Þetta árið gátu starfsmenn valið á milli gjafakorta hjá: 66° Norður, Óskaskrín og á veitingastöðunum Ráðagerði og Rauða Ljóninu á Seltjarnarnesi. Seltjarnarbær greiðir 15.000 kr. fyrir hvert gjafabréf en virði þeirra er hins vegar meira fyrir starfsmennina. Starfsmenn Garðabæjar fengu tvo frídaga og inneignarkort hjá Arionbanka. Gjafabréf frá 66° Norður vinsæl Þá gat starfsfólk Landspítalans valið á milli sex rafrænna gjafabréfa: frá Kjötkompaní, Hvammsvík, Rauða Krossinum, LÍN Design eða Brauð & Co. Jólagjöf Seðlabanka Íslands til starfsmanna í ár var úttekt í gegnum gjafakortið YAY fyrir 25 þúsund krónur. Auk þess keypti bankinn súkkulaði fyrir kr. 3.900 á mann af félagasamtökum sem styrkja með því Umhyggju til að bæta hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þá fékk starfsfólk Veðurstofu Íslands 20 þúsund króna inneign í 66° Norður og starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu hleðslubanka frá Álfagulli og fallegar servíettur. Flugfélögin gerðu einnig vel við sitt starfsfólk. Icelandair gaf starfsfólki 25.000 króna gjafakort í Kringluna og sápu frá Urð á meðan starfsmenn Play fengu ferðatösku og gjafabréf frá 66° Norður. Þá fengu starfsmenn Íslandsbanka 60 þúsund króna gjafabréf í Smáralind og tvo frídaga að auki. Starfsfólk Kviku banka fékk peningagjöf upp á 75 þúsund krónur og einn frídag. Starfsmenn Torgs fjölmiðlasamsteypunnar fengu 25 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Þá fengu starfsmenn Marel 50 þúsund króna inneign, einnig hjá Kringlunni, og tvo frídaga milli jóla og nýárs. Samherji hefur í gegnum tíðina gefið nokkuð veglegar jólagjafir. Gjöfin í ár er vegleg matarkarfa, sem inniheldur kjöt, fisk og vel valin önnur matvæli ásamt öðru góðgæti. Starfsfólk Eimskip fékk 40 þúsund króna Visa gjafakort og viskustykki. Starfsmenn Símans fengu 75 þúsund króna inneign sem nýta má annað hvort hjá Play eða S4S. Eins og undanfarin ár gefur Landsvirkjun starfsfólki sínu val um jólagjafir, sem eru allar að sama verðmæti. Í ár var hægt að velja um gistingu á hóteli, gjafakort í sérverslun fyrir útivistarfólk eða gjafakort í Smáralind. Verðmæti gjafakortanna er 40 þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn Össurar fengu 40 þúsund króna inneign í Kringluna og þar að auki tvo bíómiða og frí fyrir deildina þann 30.desember næstkomandi. Hjá Alcoa fjarðarál fengu starfsmenn veglegan matarpakka með ýmsu góðgæti. 100 þúsund króna Visa gjafakort Starfsfólk OR samstæðunnar gat valið um jólagjafir frá nokkrum fyrirtækjum að verðmæti 15 þúsund krónur. Hjá Advania stóð valið á milli gjafabréfs hjá S4S, Fiskfélagsins, Laugarspa og góðgerðarmála. Að auki fengu allir einn frídag um hátíðirnar. Starfsfólk Gleðipinna fékk unisex vatnshelda snyrtitösku frá 66° Norður og Quality Street dós. Þá fengu starfsmenn Mannvits Visa gjafakort með inneign upp á 100 þúsund krónur. Starfsmenn Motul fengu 100 þúsund króna gjafabréf á Glerártorgi og þá fengu starfsmenn Wise lausna fengu 40 þúsund króna gjafabréf, Nespresso kaffi og einn frídag. Þá fengu starfsmenn Attentus mannauðsráðgjafastofu gjafabréf frá íslenska hönnunarfyrirtækinu As we grow. Freyja gaf starfsmönnum sínum 20 þúsund króna bankakort og út að borða á Grand Hótel. Starfsfólk Joroma, hugbúnaðarhúss, fékk 30 þúsund króna Vísa inneignarkort, gjafaöskju frá Hugleiki Dagssyni og einn frídag. Þá fengu starfsmenn stefnumótaforritisins Smitten 65 þúsund króna bankakort. Starfsmenn á hjúkrunar- og öldrunarhemilinu Grund fengu 22 þúsund króna gjafabréf í 66°Norður. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Jól Neytendur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira