Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 21:00 Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Vísir/Einar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina. Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina.
Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira