„Ég er enginn töffari“ Stöð2 23. desember 2022 08:46 „Þegar ég elda fyrir ykkur lambalæri er ég að segja sögu um það hvernig önnur amma mín kenndi mér að krydda lambalæri og hin amma mín kenndi mér að brúna kartöflur." Helvítis kokkurinn er mjúkbangsi inn við beinið. Matreiðslumaðurinn Ívar Örn Hansen töfrar fram girnilega rétti á skjánum. Hann kallar sig Helvítis kokkinn og lítur út fyrir að kalla ekki allt ömmu sína, fúlskeggjaður og flúraður. Hann vill samt ekki kannast við harðjaxlalúkkið og segist mjúkur inn að beini. „Þessi tattú eru bara litlar persónulegar sögur sem ég vil ekki gleyma; tilvitnanir frá mömmu og pabba, eitt til minningar um afa minn, annað nákvæm eftirlíking af flúri sem pabbi var með á framhandleggnum. Við konan mín fengum okkur saman eins flúr, forljótt en við munum aldrei taka það af okkur. Þetta snýst allt um tilfinningar og það er saga á bak við allt sem ég geri,“ segir hann og það skín í gegn þegar hann eldar. „Matargerð er mikið tilfinningamál og þar snýst líka allt um sögur. Þegar ég elda fyrir ykkur lambalæri er ég að segja sögu um það hvernig önnur amma mín kenndi mér að krydda lambalæri og hin amma mín kenndi mér að brúna kartöflur. Mömmu finnst gott að hafa rifsberjasultu með lambi og amma notaði alltaf papriku á lambið og svo heilt box af rjóma og heilt box af sveppum í sósuna. Þegar ég elda þennan mat kvikna með mér sömu tilfinningar og þá,“ útskýrir Ívar. Hann varð snemma lunkinn við að elda og að gleðja fólk við matarborðið. Vísir/Vilhelm „Mín allra fyrsta minning af matreiðslu er frá því að ég var í 7. bekk í Hólabrekkuskóla, mamma útivinnandi og pabbi á sjó. Mér fannst ómögulegt að fá bara seríos og brauð og hafði séð hvernig mamma steikti stundum soðinn fisk daginn eftir með smjöri og kartöflum. Ég bauð sætri stelpu heim í hádeginu, hringdi í mömmu og spurði hvort ég mætti prófa að steikja fisk. Það tókst, vinkonunni fannst maturinn geggjaður og þá kviknaði eitthvað innan í mér, fólk elskar mig þegar ég elda handa því góðan mat,“ segir hann og hlær en þarna var ástríðan fundin. „Ég elda stundum fjórréttað í kvöldmatinn fyrir fjölskylduna, sérstaklega þegar strákarnir voru litlir, svo allir fái örugglega það sem þá langar í. Kannski ganga þættirnir vel vegna þess að ég geri allt út frá tilfinningum. Ég tala við áhorfendur eins og ég tala við kokkanema í eldhúsi, þetta er bara ég. Þegar mér er kennt að elda eitthvað er verið að gefa mér gjöf og hana vil ég gefa áfram. Ég trúi á karma, að senda góða hluti frá sér og fá gott til baka. Þetta er nú allur galdurinn við mig, ég er alls enginn töffari, bara kærleiksbangsi.“ En hvernig datt þér í hug að búa til sjónvarpsþátt og hvaðan kom þetta nafn, Helvítis kokkurinn? „Ég hef lengi verið kallaður Helvítis kokkurinn svo það lá beint við. Við frændi minn höfum horft á óteljandi matreiðsluþætti gegnum tíðina og hann grínast með að ég ætti að gera þátt eins og Matty Mattheson, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér datt það aldrei í hug, en, þar kom að því að ég stóð á krossgötum, var orðinn dálítill „já-maður“ og kominn með eigin rekstur og þegar hann nefndi þetta einu sinni sem oftar sló ég til. Ég hafði aldrei komið nálægt sjónvarpi áður,“ segir Ívar. Fljótlega kom í ljós að hann var eins og heima hjá sér fyrir framan myndavélarnar. „Ég er greinilega skápapáfugl,“ segir hann. „Ég hef líka hef unnið mikið sem einkakokkur og þá þarf að hafa smá showmanship með og vera fyndinn og skemmtilegur. Þegar allt kom til alls líður mér vel fyrir framan myndavélarnar.“ Afslappað viðmót Ívars segir hann líka grundvallast á þeirri vinnu sem tólf spora kerfið hefur leitt hann í gegnum. „Ég er virkur í samtökum fyrir aðstandendur alkóhólista og tólf sporin hafa gefið mér ótrúlega mikið. Ég þekki þann heim líka aðeins sjálfur, það vill ýmis óskynsamleg hegðun loða við kokkageirann,“ bætir hann við. Hann hafi þó lagt óhóflegt partýstand á hilluna. „Maður eldist og vitkast. Annars er ansi margt skrítið við hegðun kokka sem ég get ekki útskýrt,“ segir hann og nefnir meðal annars mataræði matreiðslumanna sem er víst hreint ekki eins spennandi og fólk gæti haldið. „Við eldum nautalundir og bernaise og förum svo sjálf heim og borðum ristað brauð með bökuðum baunum! Ég hef sjaldnast lyst á að borða það sem ég elda sjálfur. Sú besta gjöf sem fólk getur gefið mér er að bjóða mér í mat. Það er svo frábært að þurfa ekki að sjá um neitt sjálfur og ég er aldrei vanþakklátur eða tilætlunarsamur í matarboði í heimahúsi. En, þegar ég borga fyrir matinn erum við að tala um allt annað. Þegar við konan mín vorum að byrja saman fyrir 20 árum og vorum úti að borða var ég svakalega erfiður, hún hélt að ég væri alltaf að snapa afslátt,“ segir hann. Fyrsta sería Helvítis kokksins var sýnd á Stöð 2 í sumar og sló í gegn. Helvítis jólakokkurinn fór í sýningu nú í desember og framhaldið er í vinnslu. Ívar vill þó ekki eigna sér allan heiðurinn sjálfur. „Það koma margir að svona framleiðslu og ótal margt sem þarf að ganga upp. Það er ekki nóg að kunna að elda, hráefnið þarf að vera gott og ég hef verið stálheppinn með það. Mér finnst gaman að vinna með íslenskt hráefni og horfi auðvitað í það hvar ég fæ bestu vöruna á besta verðinu. Ég hef fundið allt sem ég hef notað í þáttunum í Hagkaup, þar er frábært úrval og hægt að ganga að því vísu allan sólarhringinn, annars hefði þetta varla verið hægt. Þetta hefur gengið ótrúlega vel upp. Þau mistök sem þið sjáið í þáttunum eru hrein og bein, þau eru ekki sviðsett heldur hluti af stemmingunni. Leiðin að fullkomnun er stundum grýtt,“ segir Ívar. Matur Helvítis kokkurinn Helvítis jólakokkurinn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Þessi tattú eru bara litlar persónulegar sögur sem ég vil ekki gleyma; tilvitnanir frá mömmu og pabba, eitt til minningar um afa minn, annað nákvæm eftirlíking af flúri sem pabbi var með á framhandleggnum. Við konan mín fengum okkur saman eins flúr, forljótt en við munum aldrei taka það af okkur. Þetta snýst allt um tilfinningar og það er saga á bak við allt sem ég geri,“ segir hann og það skín í gegn þegar hann eldar. „Matargerð er mikið tilfinningamál og þar snýst líka allt um sögur. Þegar ég elda fyrir ykkur lambalæri er ég að segja sögu um það hvernig önnur amma mín kenndi mér að krydda lambalæri og hin amma mín kenndi mér að brúna kartöflur. Mömmu finnst gott að hafa rifsberjasultu með lambi og amma notaði alltaf papriku á lambið og svo heilt box af rjóma og heilt box af sveppum í sósuna. Þegar ég elda þennan mat kvikna með mér sömu tilfinningar og þá,“ útskýrir Ívar. Hann varð snemma lunkinn við að elda og að gleðja fólk við matarborðið. Vísir/Vilhelm „Mín allra fyrsta minning af matreiðslu er frá því að ég var í 7. bekk í Hólabrekkuskóla, mamma útivinnandi og pabbi á sjó. Mér fannst ómögulegt að fá bara seríos og brauð og hafði séð hvernig mamma steikti stundum soðinn fisk daginn eftir með smjöri og kartöflum. Ég bauð sætri stelpu heim í hádeginu, hringdi í mömmu og spurði hvort ég mætti prófa að steikja fisk. Það tókst, vinkonunni fannst maturinn geggjaður og þá kviknaði eitthvað innan í mér, fólk elskar mig þegar ég elda handa því góðan mat,“ segir hann og hlær en þarna var ástríðan fundin. „Ég elda stundum fjórréttað í kvöldmatinn fyrir fjölskylduna, sérstaklega þegar strákarnir voru litlir, svo allir fái örugglega það sem þá langar í. Kannski ganga þættirnir vel vegna þess að ég geri allt út frá tilfinningum. Ég tala við áhorfendur eins og ég tala við kokkanema í eldhúsi, þetta er bara ég. Þegar mér er kennt að elda eitthvað er verið að gefa mér gjöf og hana vil ég gefa áfram. Ég trúi á karma, að senda góða hluti frá sér og fá gott til baka. Þetta er nú allur galdurinn við mig, ég er alls enginn töffari, bara kærleiksbangsi.“ En hvernig datt þér í hug að búa til sjónvarpsþátt og hvaðan kom þetta nafn, Helvítis kokkurinn? „Ég hef lengi verið kallaður Helvítis kokkurinn svo það lá beint við. Við frændi minn höfum horft á óteljandi matreiðsluþætti gegnum tíðina og hann grínast með að ég ætti að gera þátt eins og Matty Mattheson, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér datt það aldrei í hug, en, þar kom að því að ég stóð á krossgötum, var orðinn dálítill „já-maður“ og kominn með eigin rekstur og þegar hann nefndi þetta einu sinni sem oftar sló ég til. Ég hafði aldrei komið nálægt sjónvarpi áður,“ segir Ívar. Fljótlega kom í ljós að hann var eins og heima hjá sér fyrir framan myndavélarnar. „Ég er greinilega skápapáfugl,“ segir hann. „Ég hef líka hef unnið mikið sem einkakokkur og þá þarf að hafa smá showmanship með og vera fyndinn og skemmtilegur. Þegar allt kom til alls líður mér vel fyrir framan myndavélarnar.“ Afslappað viðmót Ívars segir hann líka grundvallast á þeirri vinnu sem tólf spora kerfið hefur leitt hann í gegnum. „Ég er virkur í samtökum fyrir aðstandendur alkóhólista og tólf sporin hafa gefið mér ótrúlega mikið. Ég þekki þann heim líka aðeins sjálfur, það vill ýmis óskynsamleg hegðun loða við kokkageirann,“ bætir hann við. Hann hafi þó lagt óhóflegt partýstand á hilluna. „Maður eldist og vitkast. Annars er ansi margt skrítið við hegðun kokka sem ég get ekki útskýrt,“ segir hann og nefnir meðal annars mataræði matreiðslumanna sem er víst hreint ekki eins spennandi og fólk gæti haldið. „Við eldum nautalundir og bernaise og förum svo sjálf heim og borðum ristað brauð með bökuðum baunum! Ég hef sjaldnast lyst á að borða það sem ég elda sjálfur. Sú besta gjöf sem fólk getur gefið mér er að bjóða mér í mat. Það er svo frábært að þurfa ekki að sjá um neitt sjálfur og ég er aldrei vanþakklátur eða tilætlunarsamur í matarboði í heimahúsi. En, þegar ég borga fyrir matinn erum við að tala um allt annað. Þegar við konan mín vorum að byrja saman fyrir 20 árum og vorum úti að borða var ég svakalega erfiður, hún hélt að ég væri alltaf að snapa afslátt,“ segir hann. Fyrsta sería Helvítis kokksins var sýnd á Stöð 2 í sumar og sló í gegn. Helvítis jólakokkurinn fór í sýningu nú í desember og framhaldið er í vinnslu. Ívar vill þó ekki eigna sér allan heiðurinn sjálfur. „Það koma margir að svona framleiðslu og ótal margt sem þarf að ganga upp. Það er ekki nóg að kunna að elda, hráefnið þarf að vera gott og ég hef verið stálheppinn með það. Mér finnst gaman að vinna með íslenskt hráefni og horfi auðvitað í það hvar ég fæ bestu vöruna á besta verðinu. Ég hef fundið allt sem ég hef notað í þáttunum í Hagkaup, þar er frábært úrval og hægt að ganga að því vísu allan sólarhringinn, annars hefði þetta varla verið hægt. Þetta hefur gengið ótrúlega vel upp. Þau mistök sem þið sjáið í þáttunum eru hrein og bein, þau eru ekki sviðsett heldur hluti af stemmingunni. Leiðin að fullkomnun er stundum grýtt,“ segir Ívar.
Matur Helvítis kokkurinn Helvítis jólakokkurinn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira