WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 14:42 Lík flutt til brennslu í Hebei-héraði í Kína í morgun. AP Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira