Segir víða hægt að spara meira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58