Segir víða hægt að spara meira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58