Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 12:00 Aron Pálmarsson byrjaði að vinna titla í Kiel og hefur haldið uppteknum hætti síðan. Hér lyftir hann þýska meistaraskildinum. Getty/Oliver Hardt Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð. Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð.
Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða