Karólína Lea sneri aftur | Guðrún fékk á sig sex mörk í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 22:15 Karólína Lea sneri til baka eftir erfið meiðsli í kvöld. Daniel Kopatsch/Getty Images Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård þegar liðið tapaði 6-0 fyrir stórliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Athygli vakti að enginn Íslendingur var í byrjunarliði Bayern München í 2-0 sigri á Benfica en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum undir lok leiks. Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira