„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 20:58 Unnið er að því að moka húsagötur en búist er við að því verði lokið annað kvöld. Vísir/Sigurjón Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53