Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2022 19:01 Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í Ráðgjafateymi borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Vísir/Egill Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum. MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum.
MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira