Viðar í Hetti: Fólki hrífst með og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 14:02 Hattarmaðurinn Timothy Guers keyrir á körfuna í leik á móti Haukum í Subway deildinni í vetur. Vísir/Bára Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti frá Egilsstöðum stigu sögulegt skref á dögunum með því að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta. Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar. VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Höttur er því á leiðinni í bikarúrslit í Laugardalshöllinni i fyrsta sinn en liðið mætir Val í undanúrslitaleiknum 11. janúar næstkomandi. Höttur er því bara einum sigri frá bikarúrslitaleik á móti Stjörnunni eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Guðjón Guðmundsson hitti Viðar en það að komast í undanúrslit hefur mikla þýðingu fyrir Hött og fólkið í Múlaþingi. Í vegferð fyrir rúmum áratug „Við fórum í einhverja vegferð fyrir tíu til tólf árum síðan og skref fyrir skref þá eflist þetta. Við ætluðum að vera komin lengra því við settum okkur þriggja ára markmið fyrir tólf árum að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Það er búið að taka einhver tólf ár og við erum ekki enn þá búin að ná því. Við verðum bara að halda áfram í vinnunni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar Örn Hafsteinsson er alltaf skemmtilegur á hliðarlínunni og ástríðan leynir sér ekki.Vísir/Bára Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að Höttur sem að keppa meðal þeirra bestu? „Það gerir það. Maður finnur það núna, þegar það gengur betur heldur en nokkru sinni áður og við komin í undanúrslit í bikar, að fólk hrífst með. Þetta skiptir fólk máli í samfélaginu og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn,“ sagði Viðar. Gaupi vildi fá að vita hvort það væri ekki erfitt að halda svona liði úti á Egilsstöðum. „Ég held að það sé ekkert erfiðara heldur en hvar annars staðar. Auðvitað erum við fámennari og með færri krakka en stóru félögin í Reykjavík. Við látum bara hlutina ganga og rekum þetta eftir ákveðnu módeli sem við höfum gert í nokkur ár. Það hefur gengið ágætlega en betur má ef duga skal,“ sagði Viðar. Klippa: Viðar um undanúrslitaleik Hattar í bikarnum Draumur að komast í bikarúrslit Hvar vill Viðar sjá Hött vera í íslenskum körfubolta? „Ég hef unnið eftir því statt og stöðugt að búa til stabílt úrvalsdeildarlið. Ég vil sjá okkur sem stabílt úrvalsdeildarlið. Ef við horfum nokkrar vikur fram í tímann þá væri ákveðinn draumur að komast í bikarúrslit en ef við horfum lengra fram í tímann þá er stóra markmiðið okkar að félagið nái stöðugleika í úrvalsdeild,“ sagði Viðar. Vísir/Bára Höttur spilar undanúrslitaleik sinn í Laugardalshöllinni 11. janúar næstkomandi en á Viðar von á því að fólk fjölmenni að austan. „Það eru einhverjir sem eru þegar búnir að kaupa sér far og Icelandair er með eitthvað tilboð fyrir fólk að austan. Auðvitað er líka fullt af fólki af Austurfjörðum, frá Egilsstöðum og alls staðar að úr Múlaþingi, sem býr hér í borginni. Það fólk hefur rætur austur og ég set kröfu á að það fólk fjölmenni,“ sagði Viðar. Kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með „Svo er alltaf gamla klisjan. Það kostar pening að reka svona lið eins og Höttur er með,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Já, það kostar líka pening að reka lið eins og Valur er með eða hvað það er. Þetta kostar allt peninga en við erum með gott fólk í stjórn og frábært fólk í öllu utanumhaldi. Öfluga bakhjarla í fyrirtækjunum fyrir austan og eins og á landsvísu. Ferðakostnaðurinn hjá okkur er hærri en hjá öðrum en það eru aðrir liðir sem eru lægri. Svona gengur þetta bara,“ sagði Viðar.
VÍS-bikarinn Subway-deild karla Höttur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira