Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 10:03 Snjómoksturstæki að störfum í febrúar á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Þá, líkt og nú, snjóaði mikið á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér. Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér.
Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58