Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 10:03 Snjómoksturstæki að störfum í febrúar á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Þá, líkt og nú, snjóaði mikið á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér. Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér.
Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58