Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 07:01 Jónatan Magnússon mun ekki stýra KA á næstu leiktíð. VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu
Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira