Mæla ekki með því að nefna örnefni eftir núlifandi fólki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 19:15 Helgi Björnsson hefur á starfsferli sínum rannsakað jökla um allan heim. Hinn nafnlausi tindur sem um ræðir er 1.374 metra hár. Stöð 2/Snævarr Guðmundsson Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02