Anníe Mist og Katrín Tanja keppa saman í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2022 10:32 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/thedavecastro Þeim fjölgar íslensku keppendunum sem taka þátt í fyrsta stóra CrossFit móti ársins sem er Wodapalooza mótið í Miami í janúar. Sara Sigmundsdóttir keppir þar í einstaklingskeppni og Sólveig Sigurðardóttir í liðakeppni. Nýjustu fréttirnar snúa að tveimur íslenskum afrekskonum sem ætla að snúa bökum saman á mótinu. Ísland á nefnilega tvo þriðju af sannkölluðu stjörnuliði á Wodapalooza í ár en það verða ljóst eftir að forráðamenn mótsins staðfestu þátttökuna í gær. Það er óhætt að segja að þetta séu spennandi fréttir ekki síst fyrir okkur Íslendinga en líka fyrir allan CrossFit heiminn. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla að keppa saman í liði á Wodapalooza og þær fá heldur engan aukaleikara með sér. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla á ferlinum og með þeim verður undrabarnið Mal O’Brien. Mal O’Brien endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum en hún er aðeins átján ára gömul og á mjög bjarta framtíð fyrir sér í sportinu. Anníe Mist keppti í liðakeppninni á síðustu heimsleikum en þetta verður í fyrsta sinn sem vinkonurnar keppa í sama liði á svo stóru móti. Það er líka mikill happafengur fyrir Wodapalooza mótið að fá þessar stjórstjörnur CrossFit íþróttarinnar til að taka þetta skref saman að keppa hlið við hlið. Það þekkja flestir það hvað þær eru miklar vinkonur sem styðja vel við bakið á hvorri annarri en nú fáum við tækifæri til að sjá þær keppa saman í liði. Wodapalooza mótið fer fram 12. til 15. janúar næstkomandi í Miami á Flórída. CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir keppir þar í einstaklingskeppni og Sólveig Sigurðardóttir í liðakeppni. Nýjustu fréttirnar snúa að tveimur íslenskum afrekskonum sem ætla að snúa bökum saman á mótinu. Ísland á nefnilega tvo þriðju af sannkölluðu stjörnuliði á Wodapalooza í ár en það verða ljóst eftir að forráðamenn mótsins staðfestu þátttökuna í gær. Það er óhætt að segja að þetta séu spennandi fréttir ekki síst fyrir okkur Íslendinga en líka fyrir allan CrossFit heiminn. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla að keppa saman í liði á Wodapalooza og þær fá heldur engan aukaleikara með sér. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla á ferlinum og með þeim verður undrabarnið Mal O’Brien. Mal O’Brien endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum en hún er aðeins átján ára gömul og á mjög bjarta framtíð fyrir sér í sportinu. Anníe Mist keppti í liðakeppninni á síðustu heimsleikum en þetta verður í fyrsta sinn sem vinkonurnar keppa í sama liði á svo stóru móti. Það er líka mikill happafengur fyrir Wodapalooza mótið að fá þessar stjórstjörnur CrossFit íþróttarinnar til að taka þetta skref saman að keppa hlið við hlið. Það þekkja flestir það hvað þær eru miklar vinkonur sem styðja vel við bakið á hvorri annarri en nú fáum við tækifæri til að sjá þær keppa saman í liði. Wodapalooza mótið fer fram 12. til 15. janúar næstkomandi í Miami á Flórída.
CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira