Lillard tók fram úr Drexler Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2022 18:31 Damian Lillard er stigahæsti leikmaður í sögu Portland Trail Blazers. getty/Ian Maule Damian Lillard er orðinn stigahæstur í sögu NBA-liðsins Portland Trail Blazers. Hann tók fram úr Clyde Drexler í nótt. Lillard náði metinu á vítalínunni þegar ein og hálf mínúta var eftir af 3. leikhluta í leik Portland og Oklahoma City Thunder. Portland tapaði, 123-121, en Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfu Oklahoma í þann mund sem leiktíminn rann út. Damian Lillard is the @trailblazers all-time leading scorer!Congrats, @Dame_Lillard! pic.twitter.com/s5B47X3JTQ— NBA (@NBA) December 20, 2022 The Thunder fans gave Damian Lillard a standing ovation after he passed Clyde Drexler for the Blazers all-time scoring leader pic.twitter.com/4mHuF2wOVx— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) December 20, 2022 Lillard skoraði 28 stig í leiknum og hefur alls skorað 18.048 síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir Portland fyrir tíu árum. Lillard hefur leikið með félaginu allan sinn feril í NBA. „Það er frábær tilfinning að komast á toppinn,“ sagði Lillard eftir leikinn í nótt. „Þetta hefur verið markmið hjá mér. Það eru svo margir frábærir leikmenn á listanum svo að vera loksins kominn á topp hans er afrek sem ég er mjög stoltur af.“ Drexler skoraði 18.040 stig í 867 leikjum fyrir Portland á árunum 1983-95. Hann er leikjahæstur í sögu félagsins. Lillard og félagar í Portland eru í 7. sæti Vesturdeildarinnar með sautján sigra og fjórtán töp. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Lillard náði metinu á vítalínunni þegar ein og hálf mínúta var eftir af 3. leikhluta í leik Portland og Oklahoma City Thunder. Portland tapaði, 123-121, en Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfu Oklahoma í þann mund sem leiktíminn rann út. Damian Lillard is the @trailblazers all-time leading scorer!Congrats, @Dame_Lillard! pic.twitter.com/s5B47X3JTQ— NBA (@NBA) December 20, 2022 The Thunder fans gave Damian Lillard a standing ovation after he passed Clyde Drexler for the Blazers all-time scoring leader pic.twitter.com/4mHuF2wOVx— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) December 20, 2022 Lillard skoraði 28 stig í leiknum og hefur alls skorað 18.048 síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir Portland fyrir tíu árum. Lillard hefur leikið með félaginu allan sinn feril í NBA. „Það er frábær tilfinning að komast á toppinn,“ sagði Lillard eftir leikinn í nótt. „Þetta hefur verið markmið hjá mér. Það eru svo margir frábærir leikmenn á listanum svo að vera loksins kominn á topp hans er afrek sem ég er mjög stoltur af.“ Drexler skoraði 18.040 stig í 867 leikjum fyrir Portland á árunum 1983-95. Hann er leikjahæstur í sögu félagsins. Lillard og félagar í Portland eru í 7. sæti Vesturdeildarinnar með sautján sigra og fjórtán töp.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira