Innlent

Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir flugfarþegar hafa verið strandaglópar vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. Myndin er úr safni.
Fjölmargir flugfarþegar hafa verið strandaglópar vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir.

Tvær vélar lentu þó um klukkan sex í morgun, vélar Icelandair frá Seattle og Denver og von var á vél Icelandair frá Portland inn til lendingar rétt fyrir sjö.

Á brottfararhliðinni er staðan svipuð, tuttugu og fimm ferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst en aðrar eru enn á áætlun en með seinkunum þó í mörgum tilfellum.

Þannig gerir áætlun nú ráð fyrir að sex vélar á leið til Tenerife taki á loft skömmu fyrir hádegi.


Tengdar fréttir

Öllu Evrópu­flugi í fyrra­málið með Icelandair af­lýst

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×