Sækjum fram á völlinn í orkuskiptunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. desember 2022 17:00 Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun