Innlent

Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag.
Frá Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Jón Ingi Ragnarsson

Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól.

„Þetta kemur algjörlega á versta tíma núna rétt fyrir jólin. Mjög margir Íslendingar eru til dæmis að fara til Tenerife og í dýrar sólarlandaferðir. Búið er að gera alls konar ráðstafanir,“ segir Birgir.

Hann segist hafa mikinn skilning á því sem sé í húfi fyrir flugfarþega en öryggið þurfi alltaf að vera í fyrsta sæti. 

„Það eru allir af vilja gerðir og vinna saman að því að leysa úr málum en þetta eru gríðarlega erfiðar aðstæður. Þetta er það sem við uppskerum af því að búa á þessum góða steini hérna úti í Norður-Atlantshafi.“

Veðurspáin er líka slæm fyrir morgundaginn en farþegar eru beðnir að fylgjast vel með stöðunni.


Tengdar fréttir

Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu

Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×