Giftu sig óvænt hjá sýslumanni: „Brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:31 Katrín Jakobsdóttir fagnar 15 ára brúðkaupsafmæli með eiginmanninum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason fagna nú fimmtán ára brúðkaupsafmæli. Halda þau upp á kristallsbrúðkaupsafmæli sitt 19. desember en þó ekki saman. „Við fögnum þessu brúðkaupsafmæli hvort í sínu landinu þar sem ég sit í dag leiðtogafund JEF-samstarfsins í Riga en hann er heima á Íslandi,“ skrifar Katrín á Facebook í tilefni tímamótanna. Katrín og Gunnar giftu sig nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðu örfáum frá þeirri ákvörðun. „Ég var þá komin á steypirinn og sonur tvö kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís,“ rifjar Katrín upp. Jólagjafainnkaup í ófærð og stórhríð „En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt. Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft - og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!“ Katrín kom með gott dæmi úr hversdagsleika þeirra hjóna. „Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali. Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“ Brúðkaup Ástin og lífið Snjómokstur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Við fögnum þessu brúðkaupsafmæli hvort í sínu landinu þar sem ég sit í dag leiðtogafund JEF-samstarfsins í Riga en hann er heima á Íslandi,“ skrifar Katrín á Facebook í tilefni tímamótanna. Katrín og Gunnar giftu sig nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðu örfáum frá þeirri ákvörðun. „Ég var þá komin á steypirinn og sonur tvö kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís,“ rifjar Katrín upp. Jólagjafainnkaup í ófærð og stórhríð „En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt. Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft - og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!“ Katrín kom með gott dæmi úr hversdagsleika þeirra hjóna. „Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali. Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“
Brúðkaup Ástin og lífið Snjómokstur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira