Sara Líf segir Sævald hafa snert leikmenn á óviðeigandi hátt Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 14:51 Sævaldur Bjarnason er margreyndur körfuboltaþjálfari. Vísir/Vilhelm Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu. Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira