Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi Svavari Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bætir hann við að samkvæmt snjómokstursaðilum sé gert ráð fyrir að ástandið batni upp úr miðjum degi.
Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar

Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum.