Selfyssingum hefur fjölgað um 3.400 manns á níu árum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2022 13:04 Sigurður Þór Haraldsson er veitustjóri Selfossveitna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og íbúum á Selfossi hefur fjölgað um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns á síðustu níu árum er það mikil áskorun fyrir Selfossveitur að útvegum öllum nóg af heitu vatni. Veitustjóri Selfossveitna segist ekki geta lofað nóg af heitu vatni næstu árin. Sundlaugunum á Stokkseyri og á Selfossi var lokað fyrir nokkrum dögum vegna skorts á heitu vatni og þá var gripið til ýmissar annara takmarkana á heitu vatni á Selfossi vegna kuldatíðarinnar undanfarið. Þá hafa ný og ný íbúðarhverfi risið hratt á Selfoss á síðustu árum og alls staðar þarf því meira og meira af heitu vatni. Sigurður Þór Haraldsson er veitustjóri Selfossveitna. „Já, þessi fjölgun hefur verið ævintýri líkast síðustu árin. Bara á síðustu níu árum hefur okkur fjölgað yfir fjörutíu prósent eða um 3.400 manns, þannig að þetta hefur reynt heilmikið á hitaveituna og við höfum ekki alveg setið auðum höndum heldur. Við höfum bæði borða sjö vinnsluholur og virkjað sex. Við höfum farið í miklar fjárfestingar, bæði í dælistöðvum og stofnlögnum og bara á þessum árum höfum við fjárfest fyrir hátt í fjóra milljarða,“ segir Sigurður Þór. Og þið eruð að bora og bora? „Já, já, við erum að bora mikið núna en það er því miður þannig að við sjáum ekki enn þá fyrir okkur hvar næsta vinnsluhola er, heldur erum við í rannsóknarfasa.“ En getur Sigurður Þór lofað nógu af heitu vatni næstu árin á Selfossi eða hvað? „Nei, ég get ekki lofað því en við róum öllum árum að því að reyna að halda í við þessa fjölgun, sem á sér hérna stað,“ segir Sigurður Þór. Mikið álag er á Selfossveitum við að leita af meira af heitu vatni vegna mikillar fjölgunar íbúa á Selfossi á síðustu árum með tilheyrandi nýjum íbúðahverfum í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Sundlaugunum á Stokkseyri og á Selfossi var lokað fyrir nokkrum dögum vegna skorts á heitu vatni og þá var gripið til ýmissar annara takmarkana á heitu vatni á Selfossi vegna kuldatíðarinnar undanfarið. Þá hafa ný og ný íbúðarhverfi risið hratt á Selfoss á síðustu árum og alls staðar þarf því meira og meira af heitu vatni. Sigurður Þór Haraldsson er veitustjóri Selfossveitna. „Já, þessi fjölgun hefur verið ævintýri líkast síðustu árin. Bara á síðustu níu árum hefur okkur fjölgað yfir fjörutíu prósent eða um 3.400 manns, þannig að þetta hefur reynt heilmikið á hitaveituna og við höfum ekki alveg setið auðum höndum heldur. Við höfum bæði borða sjö vinnsluholur og virkjað sex. Við höfum farið í miklar fjárfestingar, bæði í dælistöðvum og stofnlögnum og bara á þessum árum höfum við fjárfest fyrir hátt í fjóra milljarða,“ segir Sigurður Þór. Og þið eruð að bora og bora? „Já, já, við erum að bora mikið núna en það er því miður þannig að við sjáum ekki enn þá fyrir okkur hvar næsta vinnsluhola er, heldur erum við í rannsóknarfasa.“ En getur Sigurður Þór lofað nógu af heitu vatni næstu árin á Selfossi eða hvað? „Nei, ég get ekki lofað því en við róum öllum árum að því að reyna að halda í við þessa fjölgun, sem á sér hérna stað,“ segir Sigurður Þór. Mikið álag er á Selfossveitum við að leita af meira af heitu vatni vegna mikillar fjölgunar íbúa á Selfossi á síðustu árum með tilheyrandi nýjum íbúðahverfum í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira