Innlent

Flugvél Easy Jet sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugvélin var á leiðinni frá Keflavík til Gatwick í London.
Flugvélin var á leiðinni frá Keflavík til Gatwick í London. Vísir/Vilhelm

Flugvél Easy Jet á leið frá Keflavík til Lundúna sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli og er á leið aftur til lendingar.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að um einhverja tæknibilun hafi verið að ræða. Nánari upplýsingar um hana þurfi að fá hjá flugfélaginu.

Hann segir von á vélinni til lendingar á næstu mínútum.

Óvissustig var virkjað á Keflavíkurflugvelli í kvöld eftir að Landhelgisgæslunni barst neyðarboð frá vélinni. Guðjón segir um eðlilega viðbúnað að ræða í tilvikum sem þessum.

Óvissustig er neðsta stig viðbúnaðar en fyrir ofan eru hættustig og svo neyðarstig.

Uppfært

Vélin lenti á Kelfavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×