Viðskipti innlent

Hörður í Macland ráðinn til Vaxa Technologies

Atli Ísleifsson skrifar
Hörður Ágústsson gekk lengi undir nafninu Höddi Mac.
Hörður Ágústsson gekk lengi undir nafninu Höddi Mac. STVF

Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur hafið störf sem sölu- og markaðsstjóri hátæknifyrirtækisins Vaxa Technologies.

Hörður greinir frá því á Facebook að hann hafi hafið störf hjá Vaxa í byrjun mánaðar.

Hann tilkynnti í september síðastliðinn að hann væri hættur hjá Macland og að hann myndi vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Vaxa Technologies var stofnað árið 2017 og ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Fyrirtækið hyggst koma vörum á markað undir vörumerkinu ÖRLÖ.

Hörður var í hópi þeirra sem stofnuðu Macland árið 2010, en fyrsta verslunin var opnuð í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg. Þá var önnur verslun rekin á Laugavegi 17 í átta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×