Lífið

DJ Sóley og Birna bankastjóri fögnuðu Fröken Reykjavík

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
DJ Sóley Elíasdóttir og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, skemmtu sér vel.
DJ Sóley Elíasdóttir og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, skemmtu sér vel. Sigurjón Ragnar

Nýjasti veitingastaðurinn í fjölbreyttri flóru Reykjavíkur opnaði í gærkvöldi en það er staðurinn Fröken Reykjavík sem staðsettur er í hjarta miðborgarinnar við Lækjargötu 12. Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór mætti og tók að sjálfsögðu lagið Fröken Reykjavík.

Á staðnum er opið eldhús og er lögð áhersla á nútímalega norð-evrópska eldamennsku þar sem notast er við hráefni úr nærumhverfinu. Þá er einnig sérstakt vínherbergi á staðnum sem er undir áhrifum art deco tímabilsins.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður var á meðal gesta og sömuleiðis Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill, Barði Jóhannsson tónlistarmaður og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður svo einhverjir séu nefndir.

Ljósmyndarinn Sigurjón Ragnar var viðstaddur foropnunina og fangaði stemninguna á myndum sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.